Betri lausnir og tryggingarvernd

Ein meginforsenda fjármögnunar erlendra viðskiptakrafna er greiðslufallstrygging. Kröfuhafi er tryggður gegn greiðslufalli greiðanda, t.d. gjaldþroti eða greiðslustöðvun. 

Greiðslufallstryggingar bjóða ekki einungis upp á vernd gegn greiðslufalli heldur er greiðandinn metinn í upphafi og gefið lánshæfi af tryggingafélaginu. Ef tryggð krafa lendir í vanskilum fer af stað innheimta á vegum tryggingafélagsins sem getur sparað kröfuhafa tíma og kostnað. Erlend innheimta getur í senn verið bæði flókin og tímafrek en tryggingafélagið greiðir tjónabætur í síðasta lagi 180 dögum frá útgáfudegi reiknings, sé um greiðslufall að ræða.

Iðgjald greiðslufallstryggingar er reiknað út á grundvelli veltu eða útistandandi skulda mánaðarlega en auk iðgjalds er tekið lítilsháttar árgjald á hvern skuldunaut.

Smelltu á myndbandið og fáðu nánari útskýringar á því út á hvað greiðslufallstrygging gengur.

Hentar þetta þínu fyrirtæki?

Settu þig í samband við þinn tengilið og hann fer yfir stöðuna með þér.