Startup Energy Reykjavík

Fjármagn og leiðsögn til sprota í orkutengdum geirum

Startup Energy Reykjavík (SER) er viðskiptasmiðja sem byggir á sömu hugmyndafræði og Startup Reykjavík, þó með þeim mun að eingöngu er einblínt á verkefni og fyrirtæki í orkutengdum iðnaði og þjónustu. Viðskiptasmiðjan nær til verkefna á sviði viðhaldsþjónustu, sérfræðiþjónustu, véla, búnaðar, og hugbúnaðar. Fyrirtæki á öllum stigum virðiskeðjunnar (framleiðsla, orkubreyting, dreifing, smásala) eiga því erindi í Startup Energy Reykjavik.

SER er samstarfsverkefni Arion banka, Landsvirkjunar, GEORG og Nýsköpunarmiðstöðvar. Skipulag og framkvæmd er í höndum Klak Innovit og Iceland Geothermal.

Þau fyrirtæki sem valin verða til þátttöku fá

  • 5 milljónir króna í hlutafé
  • 10 vikna þjálfun frá mentorum víðs vegar að úr vísinda- og athafnalífinu
  • Að kynna sig fyrir fjárfestum á lokadegi SER

Hverjir eiga að sækja um?

Frumkvöðlar og verkefni sem telja að þau hafi upp á að bjóða vörur tengdum orkuiðnaðinum. Dæmi um starfsemi sem eiga gott erindi í Startup Energy Reykjavík er ýmis konar sérfræðiþjónusta, vélar, búnaður, viðhaldsþjónusta og hugbúnaður. Fyrirtæki á öllum stigum virðiskeðjunnar (framleiðsla, orkubreyting, dreifing, smásala) eiga erindi í SER. 

Eftir hverju er leitað?

Varan eða þjónustan skal eiga erindi á alþjóðamarkað með skýran markhóp. Æskilegt er að verkefnið sé vel skalanlegt með tilliti til tekna. Eingöngu er horft á lausnir fyrir orkugeirann og tengdar eða afleiddar greinar.

Hvernig eru verkefnin valin?

Horft verður á hversu markaðsvæn varan eða þjónustan er og metið hvaða erindi hún á fyrir hinn skilgreinda markhóp. Samsetning teymisins á bak við hugmyndina er einnig mikilvæg, þ.e. að nægileg breidd sé í hópnum til þess að hugmyndin geti orðið að veruleika.

Heimasíða Startup Energy Reykjavík