Tökumst á við þetta saman

Við munum leita leiða til að aðstoða þá viðskiptavini sem standa frammi fyrir erfiðleikum vegna COVID-19. Leiðarljósið í þeirri vinnu er að veita fyrirtækjum tímabundið svigrúm til að standa við sínar skuldbindingar og halda rekstri gangandi í þeim aðstæðum sem nú eru uppi.

Úrræði eru unnin í samvinnu við helstu hagaðila og í samræmi við þá yfirlýsingu sem ríkisstjórn Íslands hefur gefið út undir yfirskriftinni;
Viðspyrna fyrir íslenskt efnahagslíf

Samkomulag um tímabundna greiðslufresti fyrirtækja

Í samræmi við samkomulag fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, sem er hluti af viðbrögðum við efnahagslegum áhrifum Covid-19, geta fyrirtæki nú sótt um greiðslufrest á lánum. Í samkomulaginu felst að greiðslum vaxta og höfuðstóls lána verður frestað í allt að 6 mánuði og mun lánstími lengjast sem nemur fjölda frestaðra afborgana. Fjárhæð ógreiddra gjalddaga mun leggjast við höfuðstól og kjör haldast óbreytt.

Samkomulagið nær til allra rekstrarfyrirtækja, þ.e. fyrirtækja sem selja vörur og/eða þjónustu, og verða fyrir tímabundnu tekjutapi sem leiðir til greiðsluerfiðleika.

Til að geta nýtt úrræðið þarf fyrirtæki að:

  • Vera rekstrarfélag, þ.e. fyrirtæki sem selur vörur og/eða þjónustu
  • Hafa verið í heilbrigðum rekstri og ekki hafa verið í vanskilum 60 daga eða lengur í lok febrúar síðastliðinn.
  • Félagið þarf að hafa lokið áreiðanleikakönnun (AML) hjá bankanum
  • Félagið hafi nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda sem stendur til boða vegna heimsfaraldursins


Samkomulaginu er ætlað að greiða fyrir hraðri og samræmdri úrlausn mála og stuðla að jafnræði, bæði á milli lánveitenda og fyrirtækja. Samkomulagið gildir til loka júní 2020 og er gert ráð fyrir að hægt sé að framlengja það ef aðstæður krefjast þess.

Nánar um samkomulagið

Við hvetjum viðskiptavini Arion banka að hafa samband við sinn tengilið hjá bankanum eða fylla út fyrirspurnarformið hér að neðan.

Hafðu samband

Fjarþjónusta í ljósi aðstæðna

- sinnum bankaþjónustu að heiman

Okkur er umhugað um velferð viðskiptavina okkar og starfsfólks. Vegna Covid-19 faraldursins munum við því frá og með 26. mars loka á heimsóknir í útibú okkar nema þær séu bókaðar fyrir fram og þá einungis fyrir brýn erindi.

Sjá nánar

Spurt og svarað

Vörumst blekkingar

Lögreglan varar sérstaklega við tilraunum til að hafa fé af fólki í tengslum við COVID-19, í gegnum síma, með svikasíðum og Instagramreikningum.

Verum á varðbergi.

Almennar upplýsingar varðandi netöryggi

Tengdar fréttir

25. mars 2020

Fjarþjónusta í ljósi aðstæðna

Okkur er umhugað um velferð viðskiptavina okkar og starfsfólks. Vegna Covid-19 faraldursins munum við því frá og með morgundeginum, 26. mars, loka á heimsóknir í útibú okkar nema þær séu bókaðar fyrir...

LESA NÁNAR