Tökumst á við þetta saman

Við munum leita leiða til að aðstoða þá viðskiptavini sem standa frammi fyrir erfiðleikum vegna COVID-19. Leiðarljósið í þeirri vinnu er að veita fyrirtækjum tímabundið svigrúm til að standa við sínar skuldbindingar og halda rekstri gangandi í þeim aðstæðum sem nú eru uppi.

Úrræði eru unnin í samvinnu við helstu hagaðila og í samræmi við þá yfirlýsingu sem ríkisstjórn Íslands hefur gefið út undir yfirskriftinni;
Viðspyrna fyrir íslenskt efnahagslíf

Stuðningslán

Stuðningslán eru rekstrarlán sem ætlað er að styðja við rekstur minni fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegum samdrætti í rekstri vegna Covid-19.

Stuðningslán - kynning

Hér fyrir neðan má sjá þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til að geta sótt um stuðningslán, öll skilyrðin þurfa að vera uppfyllt.

Sækja um stuðningslán á island.is
Spurt og svarað um stuðningslán

 • Hafa 40% lægri tekjur en á sama 60 daga tímabili 2019
 • Tekjur ársins 2019 voru á milli 9 milljónir króna og 1.200 milljónir króna
 • Launakostnaður nam að minnsta kosti 10% af rekstrargjöldum 2019
 • Hafa ekki greitt arðgreiðslur og engin kaup á eigin hlutabréfum frá 1. mars 2020
 • Hafa engin alvarleg vanskil
 • Vera rekstrarhæft skv. hlutlægum viðmiðum eftir heimsfaraldurinn
 • Hafa skilað inn upplýsingum um raunverulega eigendur
 • Hafa skilað ársreikningum síðustu þriggja ára
 • Lánið má aðeins nýta til að standa undir rekstrarkostnaði og má ekki nýta til að borga af eða endurfjármagna önnur lán
 • Lokafrestur til að sækja um stuðningslán er til loka árs 2020
 • Umsóknaraðilar þurfa að hafa lokið við áreiðanleikakönnun vegna peningaþvættis
 • Viðurlög gegn brotum á lögum um stuðningslán og lokunarstyrki geta numið sektum eða fangelsi allt að sex árum
 

Samkomulag um tímabundna greiðslufresti fyrirtækja

Í samræmi við samkomulag fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, sem er hluti af viðbrögðum við efnahagslegum áhrifum Covid-19, geta fyrirtæki nú sótt um greiðslufrest á lánum. Í samkomulaginu felst að greiðslum vaxta og höfuðstóls lána verður frestað í allt að 6 mánuði og mun lánstími lengjast sem nemur fjölda frestaðra afborgana. Fjárhæð ógreiddra gjalddaga mun leggjast við höfuðstól og kjör haldast óbreytt.

Samkomulagið nær til allra rekstrarfyrirtækja, þ.e. fyrirtækja sem selja vörur og/eða þjónustu, og verða fyrir tímabundnu tekjutapi sem leiðir til greiðsluerfiðleika.

Til að geta nýtt úrræðið þarf fyrirtæki að:

 • Vera rekstrarfélag, þ.e. fyrirtæki sem selur vörur og/eða þjónustu
 • Hafa verið í heilbrigðum rekstri og ekki hafa verið í vanskilum 60 daga eða lengur í lok febrúar síðastliðinn.
 • Félagið þarf að hafa lokið áreiðanleikakönnun (AML) hjá bankanum
 • Félagið hafi nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda sem stendur til boða vegna heimsfaraldursins

Samkomulaginu er ætlað að greiða fyrir hraðri og samræmdri úrlausn mála og stuðla að jafnræði, bæði á milli lánveitenda og fyrirtækja. Samkomulagið gildir til 30. september 2020.

Nánar um samkomulagið
Aðilar að samkomulaginu

Við hvetjum viðskiptavini Arion banka að hafa samband við sinn tengilið hjá bankanum eða fylla út fyrirspurnarformið hér fyrir neðan.

Hafðu samband

Afgreiðslutími útibúa

- frá og með 12. maí

Útibú Arion banka opnuðu aftur 12. maí en áfram verður nauðsynlegt að gæta að fjöldatakmörkunum og tveggja metra reglunni. Áfram verður hægt að panta símtal til að bóka fund í útibúi og hvetjum við viðskiptavini til að nýta sér það.

Sjá nánar um afgreiðslutíma útibúa

Spurt og svarað

Sótt um stuðningslán í gegnum miðlæga þjónustugátt á vefnum www.island.is en allar nánari upplýsingar má finna undir spurt og svarað hér.

Hér fyrir neðan má finna spurt og svarað vegna viðbótarlána sem íslenska ríkið mun ábyrgjast að hluta. Það úrræði á fyrst og fremst við um meðalstór og stór fyrirtæki.

Varðandi svokölluð stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja þá bendum við á spurt og svarað á vef Stjórnarráðsins.

Vörumst blekkingar

Lögreglan varar sérstaklega við tilraunum til að hafa fé af fólki í tengslum við COVID-19, í gegnum síma, með svikasíðum og Instagramreikningum.

Verum á varðbergi.

Almennar upplýsingar varðandi netöryggi

Tengdar fréttir

25. mars 2020

Fjarþjónusta í ljósi aðstæðna

Okkur er umhugað um velferð viðskiptavina okkar og starfsfólks. Vegna Covid-19 faraldursins munum við því frá og með morgundeginum, 26. mars, loka á heimsóknir í útibú okkar nema þær séu bókaðar fyrir...

LESA NÁNAR