FinTech partý er forritunarkeppni (e. hackathon) þar sem þátttakendur í þverfaglegum teymum vinna að þróun fjármálatengdra afurða á móti API frá Arion banka* og fleiri aðilum. Þátttakendur geta haft ólíkan bakgrunn, s.s. forritun, viðskiptaþróun eða hönnun.
Tilgangurinn er að auka við fjölbreytni í stafrænni fjármálaþjónustu við neytendur með nýjum öppum eða vefþjónustum. Teymi skulu vera hámark 4 einstaklingar.
Gögn sem verða aðgengileg eru:Allar helstu upplýsingar um API verða aðgengilegar á Github.
Arion banki biður um lausnir í tveimur flokkum:Lausnirnar skulu henta ýmist fyrirtækjum eða einstaklingum.
Viðburðurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, þann 03.06.2016 frá kl. 12:00 til kl. 18:00 þann 04.06.2016 eða í 30 klukkustundir.
Þátttakendur munu hafa aðgang að:Föstudagur 03.06.2016 | |
10:00 | Uppsetning búnaðar og vinnustöðva |
10:45 | Kynning Arion banka á gögnum, API og áherslum |
12:00 | Partýið hefst |
19:00 | Kvöldmatur |
Laugardagur 04.06.2016 | |
08:00 | Wake Me Up Morgunmatur |
12:00 | Hádegismatur |
16:00 | Undirbúningur á lokakynningum hefst |
18:00 | Lokakynningar - hvert teymi hefur 3 mínútur til að kynna sínar lausnir |
19:30 | Lokahóf |
Dómnefnd samanstendur af völdu starfsfólki Arion banka og utanaðkomandi aðilum.
Helstu skilmálar eru að forritarar / teymi eiga allan kóða sem búinn verður til en Arion banki hefur fyrsta notkunarrétt. Ef til þess kemur að vara / þjónusta verður að viðskiptatækifæri hefur bankinn fyrsta rétt á lausninni.
Skilmálar þátttöku
Við biðjum alla þátttakendur að skrá sig til þátttöku fyrir 2. júní nk.
SKRÁNING HÉR
Ég er ekki með teymi. Get ég samt skráð mig til þátttöku?
Við kjósum að teymin komi tilbúin til þátttöku. Það auðveldar undirbúning og líklega gæði þeirra lausna sem teymin vinna að í keppninni.
Teymi skulu vera 2-4 einstaklingar.
FinTech partý stendur yfir í 30 klukkustundir. Get ég sofið á staðnum?
Já. Við bjóðum upp á svefnaðstöðu svo hægt sé að halla höfði.
Hvaða forsendur liggja að baki vali á þátttakendum?
Við munum líta á LinkedIn prófíl, ferilskrá, hæfni teymis, drifkraft og verkefnislýsingu.
Hvar er viðburðurinn haldinn?
Í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík.
Mun Arion banki nota gögn um mig í öðrum tilgangi en fyrir FinTech partý?
Starfsmannasvið bankans mun líta á feril þátttakenda, sem gæti leitt til starfsviðtals. Upplýsingarnar verða ekki notaðar að neinu öðru leyti.
Hvert leita ég með aðrar spurningar sem ég hef?
Hafðu samband í gegnum fintechparty@arionbanki.is eða í gegnum Facebook. Við munum svara eins fljótt og kostur gefst.
Hvað gerist eftir keppnina?
API Arion banka verður ekki opinn eftir keppnina. Fyrir lausnir sem verða að raunverulegu viðskiptatækifæri er það samningsatriði við bankann hvernig því sambandi er háttað.
* Þátttakendur munu fá aðgang að tilbúnum (e. dummy) gögnum.
Velkomin á vefsíðu Arion banka. Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn, geyma upplýsingar um stillingar o.fl. Sjá skilmála hér.