Arion banki lýkur útboði fyrir Lykil fjármögnun hf.

Arion banki lýkur útboði fyrir Lykil fjármögnun hf.

Höfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19 - myndHöfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19

Arion banki lauk í gær útboði Lykils fjármögnunar hf. á skuldabréfaflokknum LYKILL 16 1. Áhugi á útboðinu var mikill en alls bárust tilboð að nafnvirði 5.790 m.kr. á genginu 100,0 og var öllum tilboðum tekið.

Skuldabréfaflokkurinn er jafngreiðslubréf með mánaðarlegum afborgunum og 1M REIBOR breytilegum vöxtum að viðbættu 110 punkta álagi. Flokkurinn er með lokagjalddaga í október 2023 og er tryggður með veði í útlánum og fjármögnunarsamningum Lykils. Heildarstærð skuldabréfaflokksins eftir útgáfuna er 10.870 m.kr. að nafnvirði og hafa bréfin verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Arion banki hefur velt rúmlega 66 milljörðum króna á skuldabréfamarkaði það sem af er ári.