Hlutafjárútboð Fly Play hf. 24. og 25. júní

Hlutafjárútboð Fly Play hf. 24. og 25. júní

Hlutafjárútboð Fly Play hf. 24. og 25. júní - mynd

Hlutafjárútboð Fly Play hf. munu standa yfir frá kl. 10:00, fimmtudaginn 24. júní nk., til kl. 16:00 föstudaginn 25. júní. Tekið verður við áskriftum rafrænt á áskriftarvef útboðsins sem opnar, klukkan 10:00 fimmtudaginn 24. júní.

Boðnir verða til sölu samtals 221.906.800 hlutir að nafnverði í formi nýrra hlutabréfa í Fly Play hf. Tveir áskriftarmöguleikar verða í boði, í sitthvoru útboðinu, með þátttöku í áskriftarleið A og áskriftarleið B, sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta og úthlutun.

Áætlað er að niðurstöður útboðanna verði tilkynntar föstudaginn 25. júní 2021 og niðurstöður úthlutunar þann 28. júní 2021.

Haldinn verður opinn kynningarfundur kl. 8:30 þriðjudaginn 22. júní. Vefstreymið verður aðgengilegt á vefsíðu Play.

Arctica Finance er umsjónaraðili útboðanna og Arion banki söluaðili ásamt Arctica Finance.

Allar nánari upplýsingar um útboðin er að finna hér.