Framtakssjóðurinn VEX fjárfestir í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata

Framtakssjóðurinn VEX fjárfestir í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata

Frá vinstri: Björn Gunnar Karlsson, Birgir Ragnarsson, Jóhann Ólafur Jónsson (Eigendur og stjórnendur Annata), Ármann Andri Einarsson, fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið Arion banka, Benedikt Ólafsson, Trausti Jónsson, Sigurður Tómasson (Framtakssjóðurinn VEX I) - myndFrá vinstri: Björn Gunnar Karlsson, Birgir Ragnarsson, Jóhann Ólafur Jónsson (Eigendur og stjórnendur Annata), Ármann Andri Einarsson, fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið Arion banka, Benedikt Ólafsson, Trausti Jónsson, Sigurður Tómasson (Framtakssjóðurinn VEX I)

Framtakssjóðurinn VEX I og meðfjárfestar gerðu nýverið samkomulag um kaup á allt að helmingshlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata, en gengið verður endanlega frá kaupunum í byrjun febrúar. Fyrir kaupin var Annata að fullu í eigu starfsmanna sem munu áfram leiða frekari uppbyggingu félagsins.

Annata alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Starfsemi Annata er hluti af þeirri miklu grósku sem hefur einkennt hugverkaiðnaðinn hér á landi á síðustu árum. Fyrirtækið var stofnað fyrir 20 árum síðan og er enn þann dag í dag rekið af stofnendum þess. Hjá félaginu starfa um 200 starfsmenn á starfsstöðvum í 13 löndum. Starfsemi Annata felst í þróun og innleiðingu viðskiptahugbúnaðar í áskrift fyrir fyrirtæki í bíla- og tækjaiðnaði sem byggður er ofan á Azure skýjalausnir Microsoft. Annata hefur gert langtíma áskriftarsamninga við marga af stærstu framleiðendum og dreifingaraðilum innan þessara tveggja atvinnugreina.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka var ráðgjafi VEX í viðskiptunum. Arion banki þakkar VEX og Annata gott samstarf á undanförnum mánuðum og óskar hlutaðeigandi til hamingju með viðskiptin.