Fyrirtækjatorg
Arion banka

Hannað fyrir mismunandi þarfir viðskiptavina

Fyrirtækjaráðgjafar taka á móti litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Borgartúni 19.

Fyrirtækjaþjónustan starfar nú undir nafninu Fyrirtækjatorg Arion banka og er húsnæðið hannað sérstaklega með þægindi og sveigjanleika í huga fyrir viðskiptavini, starfsfólk og gesti. Húsnæðið býður upp á fjölbreytta aðstöðu þar sem virkni rýmanna endurspeglar mismunandi þarfir viðskiptavina.

Myndir af húsnæðinu

Betri þjónusta við fyrirtæki

Fyrirtækjatorg Arion banka veitir litlum og meðalstórum fyrirtækjum þjónustu. Á fyrirtækjatorginu sameinast reynslumiklir sérfræðingar frá útibúum höfuðborgarsvæðisins sem sinna daglegri þjónustu við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.

Þjónusta á Fyrirtækjatorgi

Móttaka og afgreiðsla viðskiptavina á staðnum sem og í gegnum aðrar þjónustugáttir.

  • Sérfræðiráðgjöf er varða þjónustu og vörur bankans
  • Sérfræðiráðgjöf við fjármögnun fyrirtækja
  • Fundaraðstaða, kaffistöð og vinnuaðstaða fyrir viðskiptavini
  • Lokað er fyrir heimsóknir nema þær séu bókaðar fyrir fram og þá einungis fyrir brýn erindi.

Þjónusta í útibúum

Í útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu er enn hægt að njóta einfaldari þjónustu við fyrirtæki, t.d.

  • Stofna reikninga
  • Fylla út eyðublöð
  • Skila uppgjöri
  • Lokað er fyrir heimsóknir nema þær séu bókaðar fyrir fram og þá einungis fyrir brýn erindi.

Innkasthólf

Innkasthólf fyrir uppgjör fyrirtækja eru í Borgartúni 19. 

  • Aðgengilegt allan sólarhringinn
  • Staðsett við aðalinngang (hringhurð)

Bóka fund á fyrirtækjatorgi

Lokað er fyrir heimsóknir nema þær séu bókaðar fyrir fram og þá einungis fyrir brýn erindi.

Bóka fund

Hafðu samband

Einnig er hægt að hafa samband við okkur með því að senda okkur línu á netfangið fyrirtaeki@arionbanki.is eða í gegnum netspjallið hér á vefnum og svo má einnig hringja í síma 444 7000.