Fyrirtækjatorg
Arion banka

Hannað fyrir mismunandi þarfir viðskiptavina

Ráðgjafar taka á móti fyrirtækjum í Borgartúni 19.

Húsnæðið er hannað sérstaklega með þægindi og sveigjanleika í huga fyrir viðskiptavini, starfsfólk og gesti. Húsnæðið býður upp á fjölbreytta aðstöðu þar sem virkni rýmanna endurspeglar mismunandi þarfir viðskiptavina.

Myndir af húsnæðinu

Betri þjónusta við fyrirtæki

Á Fyrirtækjatorgi Arion banka eru sérfræðingar sem sinna daglegri þjónustu við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.

Þjónusta á Fyrirtækjatorgi

Móttaka og afgreiðsla viðskiptavina á staðnum sem og í gegnum aðrar þjónustugáttir.

 • Sérfræðiráðgjöf er varða þjónustu og vörur bankans
 • Sérfræðiráðgjöf við fjármögnun fyrirtækja
 • Fundaraðstaða, kaffistöð og vinnuaðstaða fyrir viðskiptavini
 • Við mælum með því að bóka fund fyrir fram

Þjónusta í útibúum

Í útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu er hægt að njóta einfaldari þjónustu við fyrirtæki, t.d.

 • Stofna reikninga
 • Fylla út eyðublöð
 • Skila uppgjöri
 • Þjónusta við húsfélög

Uppgjörshólf

Uppgjörshólf fyrir uppgjör fyrirtækja eru aðgengileg allan sólarhringinn.

 • Í Borgartúni 19
  (staðsett við hringhurð)
 • Hjá Höfðaútibúi
  (norðan við innganginn)
 • Í Smáraútibúi
  (í hraðbankarými)

Bóka fund á fyrirtækjatorgi

Við mælum með því að bóka fund, sendu okkur erindið þitt og við verðum í sambandi við þig.

Bóka fund

Hafðu samband

Einnig er hægt að hafa samband við okkur með því að senda okkur línu á netfangið fts@arionbanki.is eða í gegnum netspjallið hér á vefnum og svo má einnig hringja í síma 444 7000.