Fyrirtækjatorg
Arion banka

Hannað fyrir mismunandi þarfir viðskiptavina

Við höfum flutt fyrirtækjaþjónustu bankans fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, sem staðsett var í Borgartúni 18, yfir í nýtt og sérhannað húsnæði í höfuðstöðvum bankans að Borgartúni 19.

Fyrirtækjaþjónustan starfar nú undir nafninu Fyrirtækjatorg Arion banka og er húsnæðið hannað sérstaklega með þægindi og sveigjanleika í huga fyrir viðskiptavini, starfsfólk og gesti. Húsnæðið býður upp á fjölbreytta aðstöðu þar sem virkni rýmanna endurspeglar mismunandi þarfir viðskiptavina.

Myndir af húsnæðinu

Betri þjónusta við fyrirtæki

Fyrirtækjatorg Arion banka veitir litlum og meðalstórum fyrirtækjum þjónustu. Á fyrirtækjatorginu sameinast reynslumiklir sérfræðingar frá útibúum höfuðborgarsvæðisins sem sinna daglegri þjónustu við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.

Þjónusta á Fyrirtækjatorgi

Móttaka og afgreiðsla viðskiptavina á staðnum sem og í gegnum aðrar þjónustugáttir.

  • Sérfræðiráðgjöf er varða þjónustu og vörur bankans
  • Sérfræðiráðgjöf við fjármögnun fyrirtækja
  • Fundaraðstaða, kaffistöð og vinnuaðstaða fyrir viðskiptavini
  • Bóka þarf tíma á meðan á samkomutakmörkunum stendur 

Þjónusta í útibúum

Í útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu er enn hægt að njóta einfaldari þjónustu við fyrirtæki, t.d.

  • Stofna reikninga
  • Fylla út eyðublöð
  • Skila uppgjöri

Innkasthólf

Innkasthólf fyrir uppgjör fyrirtækja er nú í Borgartúni 19. 

  • Aðgengilegt allan sólarhringinn
  • Staðsett við aðalinngang (hringhurð)

Bóka fund á fyrirtækjatorgi

Við leggjum enn áherslu á tímabókanir og hvetjum viðskiptavini til að bóka fund. Við hringjum til baka og festum tíma.

Bóka fund

Hafðu samband

Einnig er hægt að hafa samband við okkur með því að senda okkur línu á netfangið fyrirtaeki@arionbanki.is eða í gegnum netspjallið hér á vefnum og svo má einnig hringja í síma 444 7000.