Innlagnarkort


Innlagnarkort

Fyrirtæki geta sótt um innlagnarkort fyrir starfsfólk til að leggja inn uppgjör í hraðbanka.

Með þessum hætti þurfa fyrirtæki ekki að bíða eftir innleggi heldur fer það beint inn á reikning fyrirtækis.

Hægt er að óska eftir því að fá kortið sent heim ef umsóknin er rafrænt undirrituð af prókúruhafa félagsins og handhafa kortsins.

  • Kortið virkar eingöngu í hraðbönkum Arion banka
  • Ekkert PIN númer er tengt kortinu
  • Eini valkosturinn sem birtist þegar kortið er sett í hraðbanka er val um að leggja inn á reikning

Innlagnarkortaskilmálar

Debetkort


Visa Debit Business

Arion banki er útgefandi debetkorta undir merkinu Visa Debit. Um hefðbundið debetkort er að ræða með fjölmörgum notkunarmöguleikum.

  • Er samþykkt á um 40 milljón sölustöðum um allan heim
  • Hægt að greiða snertilaust
  • Hægt að tengja við Apple Pay eða Google Pay
  • Hægt að nota í netviðskiptum
  • Hægt að fá sem síhringikort
  • Veitir aðgang að reikningi í gegnum hraðbanka
  • Gerir mögulegt að leggja seðla inn á reikning í hraðbanka

Það er bæði þægilegt og einfalt að greiða með Visa Debit.

Hámarksúttekt í hraðbanka 
Góð ráð þegar verslað er á netinu
Varnir gegn kortasvikum
Staðfesting kortagreiðslna þegar verslað er á netinu
Snertilausar greiðslur
Athugasemd við kortafærslu
Tilkynna glatað kort

Debetkortaskilmálar

Það er auðvelt að tengja Visa Debit Business kortið við Apple Pay eða Google Pay með Arion appinu

Einföld og örugg leið til að borga í verslunum í öppum og á netinu. Með Arion appinu getur þú með auðveldum hætti bætt kortinu þínu við í Apple Pay eða Google Pay.

Meira um Apple Pay

Meira um Google Pay

Tilkynna glatað kort

Glati korthafi greiðslukorti verður að tilkynna það strax glatað/stolið til þjónustuvers Arion banka.

Utan afgreiðslutíma bankans skulu korthafar hafa samband við neyðarþjónustu kortafyrirtækjanna.

444 7000 - Arion banki

Afgreiðslutími þjónustuvers er frá kl. 9-16 virka daga.

525 2000 - Valitor

Neyðarþjónusta utan afgreiðslutíma banka.