Rafræn skjöl

Við bjóðum fyrirtækjum með bókhalds- og launakerfi upp á rafræna birtingu skjala í netbanka viðskiptavinar. Hvort sem það eru launaseðlar, launamiðar, greiðsluseðlar, reikningar, viðskiptayfirlit eða lykilorð þá birtast skjölin í netbanka móttakanda.

Með rafrænum skjölum lækkar kostnaður fyrirtækja s.s. vegna póstburðargjalda, pappírs, umslaga, vinnu starfsmanna og reksturs prentara. Viðskiptin eru umhverfisvæn og aðgengi óviðkomandi er hindrað með öruggum aðferðum viðkomandi netbanka.

Skjölin eru geymd í 7 ár í rafrænni skjalmöppu viðtakanda.

Launaseðlar

  • Launakerfi skilar launaskrá sem er send til birtingar hjá Reiknistofu bankanna í gegnum Netbanka Arion banka
  • Hægt að ráða því hverjir fá rafræna launaseðla
  • Viðskiptavinir eða starfsmenn fara í netbanka, fletta upp á rafrænum skjölum og finna seðilinn þar

Greiðsluseðlar

  • Rafrænn greiðsluseðill birtist eins og viðskiptavinir þekkja hann
  • Reikningarnir eru aðgengilegir til uppflettingar fyrir greiðendur

Viðskiptayfirlit

  • Hægt að senda viðskiptayfirlit eftir hentugleika, til dæmis ársyfirlit eða mánaðaryfirlit
  • Hægt að greina á milli þeirra sem fá yfirlit í rafrænu formi og þeirra sem fá pappírsyfirlit
  • Auðvelt að senda yfirlit til fjölda viðtakenda í einu