Fjármál og fjárfestingar - grunnur
Blundar fjárfestir í þér?
Hittumst í Tjarnarbíói á Tjarnarbarnum, Reykjavík og tökum létt spjall um fjármál og fjárfestingar.
Saga Garðarsdóttir, leikkona, handritshöfundur, grínisti og uppistandari opnar viðburðinn með hvetjandi erindi.
Síðan mun Snædís Ögn Flosadóttir leiða okkur í gegnum grunninn að fjármálum og fjárfestingum, lykilhugtök og hvernig byrja á að fjárfesta í sjóðum, hlutabréfum og skuldabréfum.
Fyrirlesturinn er um 40 mínútur, spjall og spurningar í kjölfarið.
Skráning
Skráningu er lokið þar sem fullbókað er á viðburðinn.
Skráðar munu fá senda tölvupósta sem tengjast skráningu á viðburðinn.