Fjárhagsstaða Orkuveitu Reykjavíkur

Fjárhagsstaða Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur (OR) birti 9 mánaða uppgjör sitt þann 27. nóvember síðastliðinn sem varpar ljósi á þrönga fjárhagsstöðu fyrirtækisins eftir að kreppan skall á. Skuldir OR hafa tvöfaldast við gengishrun krónunnar. Um 90% af vaxtaberandi skuldum OR eru í erlendri mynt á sama tíma og um 19% tekna fyrirtækisins eru í erlendum gjaldmiðli. Gengisfall krónunnar hefur bæði rýrt eiginfjárstöðu og skert sjóðstreymi fyrirtækisins. Á móti kemur að vaxtalækkanir ytra vegna fjármálakrísunnar hafa minnkað vaxtakostnað OR í erlendri mynt og það hefur komið til góða. Hins vegar er lánshæfi OR nú í ruslflokki sem mun gera endurfjármögnun lána og töku nýrra bæði dýrari og erfiðari.

Sjá umfjöllun í heild: