Vextir lækka um 50 punkta

Vextir lækka um 50 punkta

Seðlabankinn lækkaði bæði stýrivexti og innlánsvexti 50 punkta í dag. Stýrivextir standa nú í 9,5% en innlánsvextir (sem eru hinir virku vextir fyrir fjármálakerfið) í 8%. Vaxtalækkunin er í takti við væntingar markaðarins enda hafði Seðlabankastjóri gefið í skyn í síðustu viku að svigrúm væri til slökunar og trú manna styrktist enn frekar eftir tölur gærdagsins sem sýndu óvænta verðhjöðnun í janúar. Ljóst er þó að Seðlabankinn hefur ekki árætt að leggja í meiri lækkun í bili vegna pólitískrar óvissu – jafnvel þótt verðbólga í janúar hafi verið undir væntingum þeirra jafnt sem annarra (m.v. spá þeirra í nóvember 2009, sjá mynd). En í yfirlýsingu peningastefnunefndar kemur fram að „Svigrúm peningastefnunefndar til vaxtalækkunar verður þó takmarkað svo lengi sem veruleg óvissa ríkir um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum“.

Sjá umfjöllun í heild:

03. desember 2018

Saman á ný

Sjávarútvegsfyrirtæki gegndu lykilhlutverki í að byggja upp kauphöll á Íslandi. Upp úr aldamótum...

LESA NÁNAR

13. september 2018

Flug og föt vega salt

Við spáum 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs í september, sem er rétt undir bráðabirgðaspá okkar frá...

LESA NÁNAR