Spáum 0,8% hækkun neysluverðs í febrúar

Spáum 0,8% hækkun neysluverðs í febrúar

Vísitala neysluverðs mun hækka um 0,8% í febrúar samkvæmt okkar spá og mun tólf mánaða verðbólga því hækka í 6,9% úr 6,6% frá seinustu mælingu í janúar. Töluverð óvissa er í spánni þar sem erfitt er að sjá fyrir áhrif útsöluloka og skattahækkana með nákvæmum hætti.

Óvissuþættir í verðbólguspánni fyrir febrúarmánuð
Verðbólgan í febrúar mun ekki síst ráðast af eftirfarandi tveimur atriðum:

  • Hversu kröftuglega útsöluáhrif ganga til baka (útsöluáhrif til lækkunar verðlags voru óvenju sterk í janúar).
  • Hversu mikil áhrif vsk- og tryggingagjaldshækkana koma fram.

Sjá umfjöllun í heild: