Verðbólguálagið rýkur upp

Verðbólguálagið rýkur upp

Í umfjöllun okkar í fyrradag var fjallað um verðbólguálagið og það borið saman við verðbólguspá okkar. Þrátt fyrir að verðbólgutölur í morgun séu yfir væntingum greiningaraðila þá breytir það ekki verðbólguhorfum að okkar mati enda er verðbólgan í febrúar drifin áfram af áhrifum útsöluloka. Hófleg verðbólga er því framundan svo lengi sem forsendur okkar haldast nokkuð stöðugar.

Athyglisvert er að líta á verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði það sem ef er degi en það hefur rokið upp við fréttir dagsins. Vænta markaðsaðilar þess að verðbólgan til næstu þriggja ára verði í kringum 3,7% en til samanburðar mældist álagið 3,2% í fyrradag. Þrátt fyrir að árstíðarsveiflur útskýri febrúarverðbólguna að nánast öllu leyti þá virðast hinar nýbirtu tölur þó hafa aukið á svartsýni fjárfesta um meiri verðbólgu.

Sjá umfjöllun í heild: