Spáum 0,7% hækkun verðlags í mars

Spáum 0,7% hækkun verðlags í mars

Vísitala neysluverðs mun hækka um 0,7% í mars samkvæmt spá Greiningardeildar. Meðal helstu verðbólguhvata að þessu sinni verða annarsvegar eldsneytisverðshækkanir og hinsvegar útsölulok.

Tólf mánaða verðbólga mun hækka í 8,6% í mars samkvæmt spánni en hún mældist 7,3% í febrúar. Við gerum hinsvegar ráð fyrir að verðbólgan muni lækka jafnt og þétt á næstu mánuðum þar sem mánaðartakturinn mun væntanlega fara töluvert hjaðnandi. Benda má að ekki eru margir augljósir verðbólguhvatar fyrir apríl og maí og því gerum við ráð fyrir talsvert lægri verðbólgumælingum þá mánuði að öðru óbreyttu.

Sjá umfjöllun í heild: