Fréttir af Lánasjóði sveitarfélaga

Fréttir af Lánasjóði sveitarfélaga

Lánasjóður sveitarfélaga (LS) birti í vikunni ársreikning sinn fyrir árið 2009. Þar bregst LS við pylsugerðarstimpli sínum og birtir í fyrsta skipti sundurliðun á lánveitingum til sveitarfélaga. Greining Arion banka hefur áður fjallað um stöðu sjóðsins með tilliti til eigin fjár, veða og lausafjár. Þar komu einnig fram vangaveltur okkar um álag bréfa LS umfram samsvarandi flokk íbúðabréfa en þar vegur eflaust þyngst minni seljanleiki LS bréfanna. Sjóðurinn hefur aldrei afskrifað útlán frá stofnun og þótt fjármálasagan kenni okkur að allt geti gerst, þá verða þessi veð sjóðsins í tekjum sveitarfélaga að teljast fremur trygg í samanburði við önnur. Hins vegar er mjög eðlilegt að menn og konur velti fyrir sér stöðu sjóðsins þar sem staða sveitarfélaga landsins er því miður slæm í mörgum tilvikum.

Sjá umfjöllun í heild: