Útgáfa ríkisbréfa umfram áætlun á 1F 2010

Útgáfa ríkisbréfa umfram áætlun á 1F 2010

Ríkissjóður hefur sótt meira inn á lánamarkaðinn í upphafi árs en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hafa verið gefin út ríkisbréf fyrir 48,5 ma.kr. á árinu eða 8 mö.kr. meira en áætlun Lánamála ríkisins (sem var gefin út í janúar) gerði ráð fyrir. Mikil eftirspurn hefur verið í útboðum síðustu mánuða enda fáir fjárfestingakostir í boði.

Verði skilyrði áfram hagstæð, þ.e. lág krafa og mikil eftirspurn, er ekki ólíklegt að ríkissjóður muni áfram sækja grimmt á lánamarkaðinn á fyrri hluta ársins og tryggja sér því fyrr það fé sem áætlanir gera ráð fyrir að komi í hús. Því er allt útlit fyrir að tilfærsla verði á fjármögnun í áætlunum ríkissjóðs og að ríkisbréfaútgáfa verði heldur minni á seinni helmingi ársins. Allt er þetta þó háð því að ríkissjóður standist þær áætlanir sem fyrir liggja – gangi áætlanir um minnkun fjárlagagatsins ekki eftir gæti það
kallað á aukna ríkisbréfaútgáfu.

Sjá umfjöllun í heild: