Afskriftir Íbúðalánasjóðs?

Afskriftir Íbúðalánasjóðs?

Um 80% útlána Íbúðalánasjóðs (ÍLS) eru til heimilanna í landinu en ekki þarf að fjölyrða um erfiða stöðu þeirra þar sem landinn hefur þurft að berjast við t.d. háa verðbólgu, veikt gengi krónu og aukið atvinnuleysi undanfarin misseri. Þessi þróun setur spurningamerki við fjárhagslega heilsu ÍLS og hvort ekki sé að vænta mikillar aukningar afskrifta, en heildarútlán sjóðsins til einstaklinga og fyrirtækja námu um 720 mö.kr. í lok júní á seinasta ári. Um 2 ma.kr. voru þá á afskriftarreikningi sjóðsins eða um 0,3% af útlánasafni hans.

Sjá umfjöllun í heild: