Spáum 0,3% hækkun verðlags í apríl

Spáum 0,3% hækkun verðlags í apríl

Við spáum 0,3% hækkun verðlags í apríl og verður 12 mánaða verðbólga þá 8,4% miðað við 8,5% í mars. Því höfum við hækkað spá okkar lítillega, en bráðabirgðaspá okkar frá því í mars gerði ráð fyrir 0,2% hækkun. Ástæðan fyrir þessu er að við gerum nú ráð fyrir að húsnæðisliðurinn hafi áhrif til hækkunar en upphafleg spá miðaðist við óbreytt húsnæðisverð.

Við gerum einnig ráð fyrir hóflegri hækkun vísitölunnar í maí næstkomandi og mun þá verðlag hækka um 0,2% samkvæmt bráðabirgðaspá okkar. Gera má ráð fyrir að verðlag hækki einhversstaðar í kringum 0,8% næstu þrjá mánuði, þ.e. fram í júní (þetta jafngildir 3,2% verðbólgu á ársgrundvelli). Tólf mánaða verðbólga gæti því verið farin að nálgast 6% í júní (í júlí koma síðan útsölur og gæti verðlag þá allt eins lækkað lítillega).

 

Sjá umfjöllun í heild: