Spá: Seðlabankinn lækkar vexti um 75 punkta þann 5. maí

Spá: Seðlabankinn lækkar vexti um 75 punkta þann 5. maí

Seðlabankinn mun lækka stýrivexti um 75 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi samkvæmt okkar spá. Á síðsta vaxtaákvörðunarfundi gaf Peningastefnunefnd Seðlabankans sem fyrr til kynna að frekari vaxtalækkana væri að vænta ef krónan héldist stöðug og verðbólga hjaðnaði. Það að ofangreindar forsendur bankans hafa gengið eftir teljum við ávísun á 50 punkta lækkun.

Í ljósi þess að endurskoðun AGS er gengin í gegn ætti peningastefnunefndin hinsvegar að telja svigrúm til meiri lækkana en því nemur. Svigrúmið til vaxtalækkana er svo enn augljósara í ljósi þess sem fram kom í yfirlýsingu AGS um að gjaldeyrishöftin verða til staðar enn um sinn. Fyrst afnám hafta er ekki á næstu grösum hljóta rökin fyrir háum vöxtum til að styðja við gengi krónunnar að vera veikburða.

Sjá umfjöllun í heild: