Skuldabréf: Fjárfestar bjartsýnir á verðbólguhorfur

Skuldabréf: Fjárfestar bjartsýnir á verðbólguhorfur

Fjárfestar eru nokkuð bjartsýnir á verðbólguþróun næstu þriggja ára ef marka má verðbólguálag á skuldabréfamarkaði (í grófum dráttum er verðbólguálagið munur á ávöxtunarkröfu óverðtryggðra og verðtryggðra bréfa með svipaðan líftíma). Í dag má lesa út úr verðbólguálaginu að markaðsaðilar gera ráð fyrir að meðalverðbólgan til næstu þriggja ára verði í kringum 2,7% og hefur álagið ekki mælst lægra á árinu. Verðbólguálagið er nú komið undir okkar verðbólguspá en Greiningardeild spáir 3% meðalverðbólgu á næstu þremur árum.

Venjulega er gert ráð fyrir að ákveðið áhættuálag sé sett á óverðtryggð bréf vegna óvissu um verðbólgu – þar sem fjárfestar slíkra bréfa eru ekki varðir gagnvart verðbólgunni ólíkt fjárfestum verðtryggðra bréfa. Sé tekið mið af þessu viðbótarálagi ofan á ávöxtun óverðtryggðra bréfa má segja að markaðsaðilar séu tilbúnir að veðja á enn lægri verðbólgu heldur en verðbólguálagið eitt og sér gefur til kynna.

Sjá umfjöllun í heild: