Verðlag hækkaði um 0,25% í apríl; 0,5% hækkun næstu 3 mánuði

Verðlag hækkaði um 0,25% í apríl; 0,5% hækkun næstu 3 mánuði

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,25% í apríl og var því í takti við spár helstu greiningaraðila sem lágu á bilinu 0,3-0,4%. Greiningardeild Arion banka spáði 0,3% hækkun. Við gerum ráð fyrir 0,5% hækkun verðlags næstu 3 mánuði (sjá umfjöllun hér að neðan).

Verðbólgan mun áfram hjaðna
Tólf mánaða verðbólga mælist nú 8,3% og lækkar því milli mánaða en hún var 8,5% í mars. Við gerum ráð fyrir hóflegum verðlagshækkunum út þetta ár og mun verðbólgan mælast um 3,3% í árslok skv. okkar spá. Ástæðan fyrir hjöðnun verðbólgunnar er að áhrif gengisveikingar krónunnar hafa fjarað út auk þess sem krónan hefur styrkst frá áramótum (sjá mynd). Að sama skapi gerir samdráttur í eftirspurn kaupmönnum erfiðara en ella að hækka verð (þótt eftirspurn hafi lifnað örlítið að undanförnu
er hún ekki svipur hjá sjón miðað við árið 2007).


Sjá umfjöllun í heild: