Vöruskipti 2010: Góð hingað til, en óveðursský á lofti

Vöruskipti 2010: Góð hingað til, en óveðursský á lofti

Glóðvolgar fréttir frá Hagstofunni gefa til kynna að afgangur af vöruskiptum í apríl hafi numið 6,3
mö.kr. Að meðaltali hafa vöruskiptin því skilað um 9,4 mö.kr. á mánuði það sem af er ári sem er um
2,5 mö.kr. meira á mánuði en á sama tímabili í fyrra.

Það er óþarfi að kvarta yfir þróun vöruskipta það sem af er þessu ári. Það er hinsvegar ekki hægt að
horfa framhjá því að óveðurs(eða ösku-)skýin eru að hrannast upp. Þessi atriði að neðan setja síðustu
spá Greiningardeildar um 200 ma.kr. afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum á árinu 2010 í töluvert
uppnám.