Bakslag framundan í einkaneyslu?

Bakslag framundan í einkaneyslu?

Stærsti liður landsframleiðslunnar, einkaneysla, hefur í undanförnum mælingum sýnt hraðari viðsnúning en almennt var áður talið. Þannig lauk sex ársfjórðunga samdráttarskeiði í lok árs 2009 þegar einkaneyslan mældist óbreytt milli ára. Allir hagvísar benda til þess að 1F 2010 muni einnig sýna svipaða tölu. Seðlabankinn hefur m.a. í ljósi þessa uppfært einkaneysluspá sína fyrir árið í ár og gerir nú ráð fyrir 1% vexti í stað samdráttar eins og áður var talið (-1,2%). Nýjar tölur um kortaveltu í apríl sýna hinsvegar að einkaneysla hefur hugsanlega ekki enn náð botni.