Ríkið sækir meira inn á verðtryggða markaðinn

Ríkið sækir meira inn á verðtryggða markaðinn

Ríkið áætlar að gefa út verðtryggð skuldabréf fyrir 50 ma.kr. fyrir árslok. Í síðasta mánuði fór fram fyrsta útboð verðtryggðra ríkisbréfa í langan tíma en þá voru seld bréf fyrir 13 ma.kr. Gangi áætlanir eftir verða verðtryggð ríkisbréf fyrir um 37 ma.kr. nettó gefnir út fyrir árslok, til viðbótar verða gefnir út 12,5 ma.kr. af óverðtryggðum bréfum og víxlum. Heildarframboð er þannig að mestu tilkomið vegna verðtryggðra skuldabréfa (sjá mynd).

Í heild verður nettó framboð verðtryggðra bréfa það sem eftir er af árinu þó ekki ýkja mikið. Nettó útgáfa verðtryggðra skuldabréfa verður aðeins um 13 ma.kr. þegar tillit hefur verið tekið til neikvæðrar nettó útgáfu íbúðabréfa ( 29 ma.kr. verða sóttir til fjárfesta í útboðum Íbúðalánasjóðs en afborganir sjóðsins nema hærri fjárhæð eða 53 mö.kr.).

Aðrir punktar,

  • Staða ríkisvíxla vex um 6 ma.kr. fyrir árslok
  • ... og óverðtryggð bréf vaxa um 7 ma.kr. fyrir árslok

 

Sjá umfjöllun í heild