Frúin í Hamborg: Hvert fara skuldabréfin og innlánin?

Frúin í Hamborg: Hvert fara skuldabréfin og innlánin?

Engar ákvarðanir hafa verið teknar með ráðstöfun eigna sem bankinn yfirtekur af Seðlabankanum í Lúxemborg, en heildareignir eru 120 ma.kr. Þar af er þriðjungur, eða 40 ma.kr., innstæður í bönkum en afgangurinn, eða 80 ma.kr. eru í formi íslenskra skuldabréfa – þar sem langstærstur hluti (um 90%) eru verðtryggð íbúðabréf.

Bréfin seld á markaði?
Már Guðmundsson sagði í viðtali í gærdag að ef ákveðið yrði að selja skuldabréfin yrði farið í opið og gagnsætt ferli. Þar til niðurstaðan í því máli verður tilkynnt mun hinsvegar óvissuástand áfram ríkja um hvort og þá á hve löngum tíma þessi bréf koma inná markaðinn.

Áhrif á peningamagn
Áhrif mögulegs útboðs skuldabréfanna á peningamagn voru rædd hér að ofan. Annar óvissuþáttur fyrir peningamagnið snýr að 40 ma.kr. af innstæðunum sem Seðlabankinn eignast við þessi viðskipti.

Sjá umfjöllun í heild: