Einkaneysluspá: Botninum enn ekki náð?

Einkaneysluspá: Botninum enn ekki náð?

Einkaneysla lækkaði mjög skarpt - eða 22% - á árunum 2008 og 2009. Þessi mikla lækkun kom líklega fáum á óvart en hins vegar hefur viðsnúningurinn til baka verið mun hraðari en okkar spár gerðu ráð fyrir. Einkaneysla tók þannig að aukast milli ársfjórðunga á þriðja ársfjórðungi 2009, þrátt fyrir skattahækkanir, hátt atvinnuleysi, hátt vaxtastig og daprar væntingar. Þennan viðsnúning má líklega að stóru leyti rekja til skammtímaúrræða ríkisstjórnarinnar sem var ætlað að bæta greiðslustöðu heimilanna og hafa veitt tímabundna viðspyrnu fyrir einkaneyslu landsmanna.

Spáin í hnotskurn:

Gerum við ráð fyrir vægari samdrætti á þessu ári eða 1,5% samdrætti, í stað 2,4% eins og fyrri spá okkar gerði ráð fyrir. Á móti kemur að spáin fyrir árið 2011 hefur verið lækkuð er nú gert ráð fyrir 1,7% vexti á árinu 2011 (í stað 3,9% vöxt eins og fyrri spá okkar gerðir ráð fyrir). Fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir að vöxturinn verði kominn rétt yfir 4% á því ári.