Lífeyrissjóðir auka við sig íslenskar eignir - vildarkúnnar Seðlabankans?

Lífeyrissjóðir auka við sig íslenskar eignir - vildarkúnnar Seðlabankans?

Um síðustu helgi seldi Seðlabankinn íslenskum lífeyrissjóðunum „Lúxemborgarskuldabréfin“ í lokuðu útboði. Seðlabankinn rak þar með (væntanlega) endahnútinn á fléttu sem hófst með kaupum bankans á innstæðum og skuldabréfum í eigu Seðlabanka Lúxemborgar á dögunum.

Öll eggin í sömu körfu – seilst í erlendar eignir
Lífeyrissjóðirnir greiddu 549 milljónir evra fyrir samninginn eða um 87 milljarða króna. Heildareignir lífeyrissjóðanna í erlendri mynt námu fyrir viðskiptin 554 milljörðum króna samkvæmt tölum Seðlabankans. Þessi kaup eru því um 16% af erlendum eignum lífeyrissjóðanna og hljóta að takmarka svigrúm sjóðanna til að setja erlendan gjaldeyri í önnur verkefni sem hafa verið í umræðunni. Rætt hefur verið um aðkomu lífeyrissjóðanna að hinum ýmsu verkefnum eins og fjármögnun virkjana og vegaframkvæmda en að sjálfsögðu krefst einungis hluti slíkra verkefna erlends gjaldeyris.

Seður þetta hungur lífeyrissjóða í verðtryggð bréf?
Lífeyrissjóðir auka verðtryggða skuldabréfaeign sína um 90 ma.kr. að nafnvirði við viðskiptin. Er því um að ræða gríðarstóra upphæð í samhengi við þær verðtryggðu eignir sem sjóðirnir áttu fyrir - en eignir þeirra í hinum verðtryggðu íbúðabréfum námu í lok mars 384 mö.kr.

Sjá umfjöllun í heild: