Viðskiptahalli 2,7 milljarðar á 1F 2010

Viðskiptahalli 2,7 milljarðar á 1F 2010

Helstu atriði:

Vöruskiptajöfnuður var jákvæður um 31 ma.kr. á 1F 2010, sem er aukning um 6,5 ma.kr. frá sama ársfjórðungi í fyrra. Jákvætt greiðsluflæði vegna vöruskipta hefur skilað sér í sterkari krónu sem í dag er um 10% sterkari en hún var í árslok 2009.

Þjónustujöfnuður var neikvæður um 3,6 ma.kr. á 1F 2010 en þessi liður hefur verið jákvæður á síðustu þremur ársfjórðungum. Áhrif vegna eldgossins í Eyjafallajökli koma ekki fram í þessum tölum þar sem gosið byrjaði ekki fyrir alvöru fyrr en um miðjan apríl.

Þáttatekjurnar. Undirliggjandi þáttatekjujöfnuður var neikvæður um 30 ma.kr. (eða sem nemur 7,8% af VLF) eftir að búið er að draga frá áhrif vegna gömlu bankanna, en þar búa að baki fyrst og fremst liðir eins og vaxtagreiðslur ríkisins af erlendum lánum og arðgreiðslur álfyrirtækja til móðurfélaga. Þessi liður hefur hingað til verið afar sveiflukenndur og nánast ómögulegt að spá fyrir um þróun hans.

 

Sjá umfjöllun í heild:

 Viðskiptajöfnuður (331 KB)