Vöruskipti í maí - 16,8 milljarða króna afgangur

Vöruskipti í maí - 16,8 milljarða króna afgangur

Vöruskiptajöfnuður í maí kom gríðarlega vel út ef marka má bráðabirgðatölur Hagstofunnar sem sýna 16,8 milljarða króna afgang. Tala yfir 16 milljörðum hefur aðeins sést einu sinni áður en það var í desember 2008. Vöruskiptin hafa því að meðaltali skilað um 10,9 milljörðum króna á mánuði á þessu ári sem er um 4,4 milljörðum meira á mánuði en á sama tímabili í fyrra.

Gleði, gleði
Það er full ástæða til að gleðjast yfir þessum tíðindum enda ekki á hverjum degi sem jákvæðar fréttir berast. Ekki spillir fyrir vöruskiptunum ef landsmenn halda áfram fast um pyngjuna eins og við gerum ráð fyrir. Nánar tiltekið erum við að gera ráð fyrir tvöfaldri ídýfu (e.double dip) í einkaneyslu, þ.e. þrátt fyrir neysluvöxt í byrjun þessa árs teljum við einkaneyslu ekki enn hafa náð botni (sjá greiningu okkar frá því á mánudaginn „Einkaneysluspá: Botninum enn ekki náð?).

Þó er full snemmt að taka korktappana úr flöskunum og álykta að gjaldeyrir muni hlaðast upp í skipsförmum á árinu. Helstu ástæðurnar eru eftirfarandi:

Krónan að verða of sterk?

Kapphlaup um ferðamenn, gos = TaB?

Tilviljun ræður – leitnin upp á við