Eiga bankarnir óeðlilega mikið af fé á reikningum Seðlabankans?

Eiga bankarnir óeðlilega mikið af fé á reikningum Seðlabankans?

Innlán hjá viðskiptabönkunum fjórum nema 1.330 mö.kr. (innlán frá viðskiptavinum) og er því ekki furða að margir spyrji sig hvar allir þessir peningar séu eiginlega geymdir. Er e.t.v. óeðlilega stór hluti þessarar upphæðar geymdur í Seðlabankanum í stað þessa að vera í vinnu einhversstaðar í hagkerfinu?

Rétt er að hafa í huga að bankarnir búa við ákveðna lausafjárskyldu af hálfu hins opinbera:

  • Bindiskylda Seðlabankans er 2% - þ.e. viðskiptabönkunum er skylt að leggja 2% af innlánum á reikninga Seðlabankans.
  • Kvaðir FME - Fjármálaeftirlitið gerir kröfu um að bankarnir eigi því til viðbótar laust fé sem nemi 3% af innlánum þeirra. Að auki gerir Fjármálaeftirlitið þá kröfu að bankarnir eigi að geta mætt 20% útflæði innlána.

Sjá umfjöllun í heild: