Gjaldeyrisforðinn að nálgast ákjósanlega stærð?

Gjaldeyrisforðinn að nálgast ákjósanlega stærð?

Gjaldeyrisforðinn og aðgengi Seðlabankans að gjaldeyri í formi skiptasamninga og lánsloforða hefur aukist mjög á síðustu vikum og mánuðum en skráður gjaldeyrisforði í lok maí var 506 milljarðar króna. Sé bætt við jöfnuna gjaldmiðlaskiptasamningi sem gengið var frá við Kína í dag upp á 66 milljarða króna, Lúxemborgardílnum upp á 82 milljarða króna ásamt lánsloforðum vinaþjóða (Norðurlönd og Pólland) í kjölfar annarar endurskoðunar AGS upp á 90 milljarða – er aðgangur Seðlabankans að
gjaldeyri um 745 milljarðar króna í augnablikinu.

Forðinn stækkar ekki með beinum hætti
Gjaldmiðlaskiptasamningurinn sem gerður var við Kínverja í dag felur ekki í sér stækkun á gjaldeyrisforða Íslands með beinum hætti. Eflaust á eftir að koma í ljós á næstunni hvernig þessi samningur við Kínverja verður nýttur Íslandi til framdráttar.

Að gera alvöru úr hlutunum
Eins og fram kom í stefnuyfirlýsingu Seðlabankans á síðasta stýrivaxtaákvörðunarfundi mun afnám gjaldeyrishafta haldast í hendur við lausn Icesave deilunnar eða við þriðju endurskoðun áætlunar AGS. Flest bendir þó til þess að þriðja endurskoðun AGS haldist í hendur við lausn á Icesave – í það minnsta er ólíklegt að umtalsverð fyrirgreiðsla fáist frá Norðurlandaþjóðunum án úrlausnar Icesave.

Hvenær er nóg komið (í gjaldeyrisforðann)?
Samkvæmt mati Seðlabankans í lok apríl 2009 var um 40% af krónueignum erlendra aðila flokkaðar sem ”kvikar“. Í því mati námu eignir erlendra aðila í innlendum eignum um 630 milljörðum króna. Því hefur sú tala lækkað um rösklega 40% frá mati Seðlabankans (úr 630 ma.kr. í 360 ma.kr.).

Sjá nánari umfjöllun: