Spáum 50 punkta vaxtalækkun á morgun

Spáum 50 punkta vaxtalækkun á morgun

Flestar hagstærðir hafa þróast með nokkuð jákvæðum hætti frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans. Þannig hefur gengið styrkst, verðbólgan lækkað, skuldatryggingarálag ríkisins lækkað, forðinn stækkað, greiðsluhæfi í erlendri mynt verið tryggt, staða útlendinga í krónueignum minnkað, útlit fyrir minni fjárlagahalla - svo einhver dæmi séu tekin. Hinsvegar getur óvissan sem felst í dómi hæstarréttar um gengisbundin lán falið í sér margvíslega þræði sem erfitt er að ætla hvernig peningastefnunefndin túlkar til skamms tíma litið. Í dómnum leynist þó ýmislegt jákvætt og neikvætt fyrir peningamálastefnuna, allt eftir því hvaða tímaramma er litið til.

Hefur gengisdómurinn áhrif á Seðlabankann?

Gjaldeyrishöft og meginmarkmið um gengisstöðugleika hafa einkennt aðgerðir og rökstuðning Seðlabankans fyrir aðhaldi peningastefnunnar síðustu misserin. Báðum atriðunum er (og var) ætlað að vernda efnahagsreikninga heimila og fyrirtækja fyrir fyrirsjáanlegri veikingu krónunnar, þ.e. ef frjálst flotgengi væri enn við lýði. Því var m.a. ekki hægt að lækka vexti í takt við þverrandi umsvif í hagkerfinu – áætluð styrkingaráhrif hárra stýrivaxta á krónuna voru talin vænlegri kostur.

Sjá umfjöllun í heild: