Vaxtaákvörðun: Skýr skilaboð en óviss framtíð

Vaxtaákvörðun: Skýr skilaboð en óviss framtíð

Á vaxtaákvörðunarfundi sínum í gær lækkaði Seðlabankinn vexti um 50 punkta líkt og tíðkast hefur á fundum bankans síðustu misserin. Vaxtalækkunin var í takti við spá helstu greiningaraðila en til að mynda hafði Greining Arion banka spáð 50 punkta lækkun. Innlánsvextir bankans eru nú 6,5% og veðlánavextir eru 8%. Ennfremur tilkynnti bankinn að hann myndi brátt hefja gjaldeyriskaup á innanlandsmarkaði til þess að styrkja forðann en þeirrar ákvörðunar hafði einnig verið vænst í nokkurn tíma. Seðlabankastjóri tók þó skýrt fram að slík kaup myndu ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi eftir næsta vaxtaákvörðunarfund sem er í ágúst.

Sjá umfjöllun í heild: