Fasteignavísitalan hækkar....auðvitað?

Fasteignavísitalan hækkar....auðvitað?

Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands (FMR) hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1,9% í maí og er sem stendur á svipuðum stað og í árslok 2007, þ.e. 309 stig. Lækkun síðustu 12 mánuði er einungis 1% samkvæmt mælingum FMR. Þrátt fyrir að brjóstvitið segi eflaust flestum að fasteignverð hafi og eigi enn eftir að lækka töluvert meira en verðmælingar sýna þá virðist vera sem stefna markaðarins sé uppávið í augnablikinu, sérstaklega ef litið er til 3 mánaðar breytinga sem sýna 2,3% hækkun eftir maímælingu FMR.

En hvað veldur því að lækkunin er ekki meiri? Á sama tíma og kaupmáttur heimila er enn að rýrna, atvinnuleysi er hátt og lánsfé er af skornum skammti þá er erfitt að ímynda sér að fasteignaverð sé að hækka. Óumdeilt er að lítil velta og sá mælingarvandi sem henni fylgir hindrar vafalaust að vísitalan birti raunhæfa mynd af þróun fasteignamarkaðar - enda eru miklar verðsveiflur oft fylgikvillar lítillar veltu. Athyglisvert er að fasteignaverð hefur aðeins lækkað um 12% frá því hrunið hófst í september 2008 !

Sjá umfjöllun í heild: