Verðbólguálagið í lágmarki

Verðbólguálagið í lágmarki

Krafa óverðtryggðra bréfa er í dag á bilinu 2,8-6,2% en til samanburðar var krafa bréfanna í ársbyrjun í kringum 7,5-8 prósent. Á sama tíma hefur krafa verðtryggðra bréfa einnig lækkað en þó mun minna ef aðeins er horft til kröfubreytingar, eða um 30-40 punkta frá áramótum og eru nú í kringum 3-3,5%.

Þessi mikla kröfulækkun óverðtryggðra bréfa hefur skilað sér í hratt lækkandi verðbólguálagi (sem í grófum dráttum er mismunur á óverðtryggðri og verðtryggðri kröfu). Þannig hefur þriggja ára verðbólguálag lækkað úr 4,7% í 1,25% á fyrstu 6 mánuðum ársins – en álagið hefur ekki mælst svo lágt frá því að byrjað var að gefa út HFF bréfin árið 2005 (ef litið er framhjá hrunmánuðum september og október). Svipaða sögu má segja um verðbólguálagið til 8 ára en þar hefur álagið lækkað úr 4,2% í 2,6%, þó breytingin sé minni.

Sjá umfjöllun í heild:

 

13. september 2018

Flug og föt vega salt

Við spáum 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs í september, sem er rétt undir bráðabirgðaspá okkar frá...

LESA NÁNAR