Spáum 50 punkta vaxtalækkun

Spáum 50 punkta vaxtalækkun

Þrátt fyrir jákvæð teikn, sem ættu að gefa tilefni til verulegrar vaxtalækkunar á næsta
vaxtaákvörðunarfundi bankans þann 18.ágúst næstkomandi, þá spáir Greiningardeild samt sem áður aðeins 50 punkta vaxtalækkun í takt við fyrri vaxtaákvörðunarfundi bankans.

Styttist í lok lækkunarferilsins
Fjórir vaxtaákvörðunardagar hafa verið settir fram til ársloka. Hægt er að velta fyrir sér hvar
Seðlabankinn muni nema staðar í vaxtalækkunum. Í síðasta lækkunarferli (2001-2003) enduðu stýrivextir (repo) í 5,2%. Þrátt fyrir að slakinn í þjóðarbúskapnum gefi tilefni til að vextir bankans fari enn neðar í núverandi lækkunarferli er samt ljóst að óumflýjanleg leysing gjaldeyrishafta hlýtur að hamla lækkunum. Að sama skapi takmarkast svigrúm nefndarinnar enn frekar af hinni óleystu Icesavedeilu.

Lítill slaki á peningalegu aðhaldi
Á síðustu mánuðum hafa raunstýrivextir farið hækkandi og miðað við verðbólguhorfur er útlit fyrir að svo verði áfram út árið (af því gefnu að Seðlabankinn haldi sig áfram við 50 punkta taktinn). Það er ekki þar með sagt að raunstýrivextir fari ekki niður á ný, því eins og gerðist í síðasta lækkunarferli (2001-2003) þá lækkuðu raunvextir áfram mörgum mánuðum eftir að stýrivextirnir höfðu náð lágmarki sínu.

Sjá umfjöllun í heild: