Afnám hafta enn á dagskrá?

Afnám hafta enn á dagskrá?

Á síðustu vaxtaákvörðunarfundur hefur ávallt verið látið í veðri vaka að afnám hafta sé á næsta leiti, um leið og gjaldeyrisforði skilaði sér í hús. Upp á síðkastið hefur Seðlabankinn reyndar lagt á það sérstaka áherslu að afnám hafta haldist í hendur við þriðju endurskoðun AGS (og þá væntanlega við fyrirgreiðslu vinaþjóða samhliða). Með endurskoðuninni yrði gjaldeyrisforðinn nægjanlega öflugur svo að afnám hafta geti hafist með trúverðugum hætti.

Hinsvegar bætist nú við einn óvissuþáttur, þ.e. áhrif gengisdómsins á bankakerfið. Erfitt er reyndar að lesa úr orðum Seðlabankastjóra hvaða dómsniðurstaða yrði til þess fallin að veikja fjármálakerfið svo mikið að afnám hafta myndi dragast á langinn. Við túlkum þessi orð Seðlabankastjóra á þann veg að gjaldeyrishöftin verði hér lengur en Seðlabankinn hefur áður talið. Meginatriðið er kannski það að vaxtaákvarðanir bankans á þessu ári (í það minnsta) munu taka mið af óvissunni sem gengistryggðu lánin hafa skapað og því verður vaxtastigið væntanlega lægra en ella, en þessu svipar að sumu leyti til plans B.

Sjá umfjöllun í heild: