Breyttur taktur hjá Seðlabankanum: Spáum 100 punkta lækkun á næsta vaxtaákvörðunarfundi

Breyttur taktur hjá Seðlabankanum: Spáum 100 punkta lækkun á næsta vaxtaákvörðunarfundi

Seðlabankinn lækkaði vexti sína um 100 punkta í gær sem er meira en væntingar voru um á mörkuðum. Helsti hvatinn að lækkuninni var mjög hröð hjöðnun verðbólgu samhliða styrkingu gengisins. Það er mat Greiningardeildar að Seðlabankinn muni taka annað stórt skref í vaxtalækkunum á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 22. september nk. og lækka vexti um 100 punkta þar sem þessir sömu lækkunarhvatar munu þá enn vera til staðar.

Þessi skarpa vaxtalækkun Seðlabankans markar fyrir því að verðbólgumarkmiðið hafi tekið forsæti yfir afléttingu hafta þegar litið er til skamms og meðallangs tíma – meðal annars vegna ótta um að mjög hröð hjöðnun verðbólgu geti leitt til snarprar hækkunar raunvaxta og aukið við samdráttinn í raunhagkerfinu.

Sjá umfjöllun í heild: