Seðlabankinn lækkar verðbólguspá sína - er þó enn of svartsýnn

Seðlabankinn lækkar verðbólguspá sína - er þó enn of svartsýnn

Seðlabankinn lækkaði í gær verðbólguspá sína á ný – sem kom í raun ekki á óvart enda hafa rauntölur sýnt hraðari hjöðnun verðbólgu en bankinn hafði gert ráð fyrir. Gerir Seðlabankinn nú ráð fyrir að 2,5% markmið bankans náist á fyrri árshelmingi ársins 2011 (í lok árs 2010 miðað við skattaleiðrétta verðbólgu).

Ef við horfum nú fram á veginn (og hættum að líta í baksýnisspegilinn) og skoðum raunstýrivexti út frá verðbólguspá Seðlabankans er ljóst að verulegt rými er til áframhaldandi vaxtalækkunar. Ætli Seðlabankinn að koma í veg fyrir hækkandi raunstýrivexti (og þar með aukningu á peningalegu aðhaldi) þá þurfa vaxtaákvarðanir bankans að byggjast á svipuðum takti á næstu fundum.

Sjá umfjöllun í heild: