Landsframleiðslan skreppur saman um 8,3%

Landsframleiðslan skreppur saman um 8,3%

Landsframleiðslan á öðrum ársfjórðungi dróst saman um 8,3% frá sama fjórðungi í fyrra. Einkaneysla virðist vera á leið í aðra dýfu ef marka má nýbirtar tölur Hagstofunnar. Þá mælist verulegur samdráttur á ný í fjárfestingu eftir að vöxtur mældist á 1F 2010 – en fjárfesting er sveiflukenndur liður. Ef við berum fyrri árshelming ársins við sama árshelming í fyrra þá skrapp landsframleiðslan saman um 7,3%. Hagvaxtartölurnar í dag styrkja okkur í trúnni á 100 punkta vaxtalækkun á næsta fundi bankans sem verður 22.september nk.

Standast forsendur fjárlaga? Fjármálaráðuneytið notar hagspá Hagstofunnar til viðmiðunar þegar forsendur fjárlaga eru metnar. Ljóst er að hagspá Hagstofunnar (sem birt var í júní sl.) fyrir árið 2010 virðist eins og spá Seðlabankans vera nokkuð bjartsýn á árið í ár en þar er gert ráð fyrir 2,9% samdrætti á árinu. Ef forsendur fjárlaga fyrir árið 2010 standast ekki er sú hætta fyrir hendi að afkoma
ríkissjóðs fyrir árið í heild verði undir væntingum sem hugsanlega kallar á hærri skatta eða meiri niðurskurð á næsta ári.

Botninum enn ekki náð? Miðað við hinar nýbirtu hagvaxtartölur er enn of snemmt að segja að botninum sé náð enda eru þjóðarútgjöld að dragast saman og landsframleiðslan enn að skreppa saman. Frá hruni (4F 2008) hefur landsframleiðslan dregist saman um 14%.

Sjá umfjöllun í heild: