Nýjustu neysluvísbendingar jákvæðar

Nýjustu neysluvísbendingar jákvæðar

Eftir jákvæðar landsframleiðslutölur í upphafi árs sýndi annar ársfjórðungur 2010 merki um áframhaldandi neyslusamdrátt. Þannig skrapp landsframleiðslan saman um rúmlega 8% milli ára sem m.a. má rekja til samdráttar í einkaneyslu – en hún vegur um 50% í landsframleiðslunni í dag. Í raun komu tölurnar ekki á óvart enda var fyrirséð að þegar skammtímaúrræði stjórnvalda yrðu á enda og fáir þættir til að veita neyslusamdrættinum viðspyrnu kæmi bakslag í neysluna.

Nú benda aftur á móti nýjustu neysluvísbendingar til jákvæðs viðsnúnings á ný. Debet- og kreditkortavelta landsmanna í ágúst jókst um 4,5% að raunvirði milli ára sem er einn mesti vöxtur sem mælst hefur frá hruni. Hugsanlegt er að hér séu áhrif vegna gengisdómsins að spila inn í en frysting á erlendum bílalánum, meðan beðið er eftir að niðurstöðu Hæstaréttar, eykur greiðslugeta heimila um hver mánaðarmót.

Sjá umfjöllun í heild: