Framkvæmdir við Straumsvík

Framkvæmdir við Straumsvík

Eins og komið hefur fram í fréttum nýverið mun Rio Tinto Alcan fjárfesta fyrir ríflega 60 ma.kr. vegna uppfærslu á búnaði og breytingu á framleiðsluferli álversins í Straumsvík. Framleiðslugeta fyrirtækisins mun aukast um 20% þegar framkvæmdum á að ljúka í árslok 2012 - eða úr 189 þúsund tonnum af áli í 220 þúsund tonn. Áætlað er að Búðarhálsvirkjun sjái fyrirtækinu fyrir þeirri viðbótarorku sem á þarf að halda en áætlað er að kostnaður við virkjunina verði í kringum 26 milljarðar króna. Heildarkostnaður vegna þessara fjárfestinga er því rúmlega 85 ma.kr. eða um 5,5% af landsframleiðslu og dreifist kostnaðurinn yfir 2-3 ára skeið.

Aðrar fjárfestingar verða áfram í lágmarki
Fjárfestingar náðu nýju lágmarki á árinu 2010. Ef horft er framhjá framkvæmdum við Straumsvík og Búðarhálsvirkjun þá virðast fáar fyrirhugaðar framkvæmdir vera í hendi á næstunni og allt stefnir í að það muni taka einhvern tíma fyrir þetta mynstur að breytast. Því er útlit fyrir að fjárfestingastigið í landinu verði í algjöru lágmarki á næstu árum.

Sjá umfjöllun í heild:

03. desember 2018

Saman á ný

Sjávarútvegsfyrirtæki gegndu lykilhlutverki í að byggja upp kauphöll á Íslandi. Upp úr aldamótum...

LESA NÁNAR

13. september 2018

Flug og föt vega salt

Við spáum 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs í september, sem er rétt undir bráðabirgðaspá okkar frá...

LESA NÁNAR