Hagvaxtarspá Greiningardeildar - Ládeyða framundan

Hagvaxtarspá Greiningardeildar - Ládeyða framundan

Forsenda þess að hagvöxtur myndist á Íslandi er að fjárfesting atvinnulífsins nái sér á strik. Flest bendir til þess að veikur efnahagsbati sé framundan þar sem það muni taka tíma fyrir efnahagslífið að komast aftur á flug. Tafir á orkutengdum framkvæmdum hafa þegar sett strik í reikninginn og munu líklega gera það áfram. Á meðan atvinnulífið nær ekki að rétta úr kútnum munu heimilin einnig eiga í basli, enda forsenda hagvaxtar að atvinnulífið nái sér á strik. Neyslustig heimila verður því áfram í lágmarki á næstu árum og atvinnuleysi hátt.

Ein megin forsenda þess að hagkerfið nái jafnvægi á ný er að ákveðin aðlögun eigi sér stað – þ.e. lágt raungengi, lítil neysla (og þar með minni innflutningur) og afgangur á viðskiptum við útlönd. Hins vegar er skellurinn mikill og 12% samdráttur í landsframleiðslu eitthvað sem ekki hefur sést frá stríðslokum.

Sjá umfjöllun í heild: