Verðbólguspá: +0,5% hækkun í október

Verðbólguspá: +0,5% hækkun í október

Greiningardeild spáir því að verðlag í október hækki um 0,5%. Gangi spá okkar eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 3% samanborið við 3,7% í september. Samkvæmt bráðabirgðaspá gerir Greiningardeild ráð fyrir 0,75% hækkun Vísitölu neysluverðs (VNV) næstu þrjá mánuði (+0,5% í október, + 0,15% í nóvember og +0,1% í desember).

Hitinn hækkaði í október – en rafmagnið hækkar í nóvember
Í heild mun gjaldskrárbreyting OR leiða til 0,39% hækkunar verðlags. Hækkunin skiptist þó í tvo hluta, þ.e. gjaldskrárbreytingu á heitu vatni og rafmagni. En þann 1. október sl. hækkaði verð á heitu vatni (0,27% áhrif á VNV) og sölu rafmagns (0,01 % áhrif á VNV) –heildaráhrif vegna þessara hækkana verða því í kringum 0,28% til hækkunar VNV og koma þá fram í október.

Verðbólgan 2% í árslok?
Að okkar mati er lítil verðbólga framundan og ef við horfum á síðustu mánuði ársins er ekki ólíklegt að verðbólgan verði komin niður í kringum 2% í árslok. Óvissa í spá okkar snýr einna helst að hrávöruverði, en samkvæmt okkar heimildum eru talsverðar verðhækkanir framundan á ýmsum hrávörum (t.d. eggjum, hveiti, kaffi, pasta, svínakjöti og kjúkling).

Sjá umfjöllun í heild: