Nýtt gjaldþrotafrumvarp og skuldir heimilanna

Nýtt gjaldþrotafrumvarp og skuldir heimilanna

  • Nýtt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um að stytta fyrningartíma skulda við gjaldþrot niður í 2 ár boðar miklar breytingar á íslenskum lánamarkaði. Þetta frumvarp býður bæði upp á tækifæri og hættur.
  • Þegar til skemmri tíma er litið styrkja þau mjög stöðu skuldara gagnvart lánastofnunum og þá vonandi liðka til fyrir samningum sem forða fólki frá gjaldþroti með hvoru tveggja; afskriftum og endurskipulagningu skulda. Þannig gæti frumvarpið flýtt fyrir lausn á skuldavanda heimilanna.
  • Ríflega 45% húsnæðiseigenda í landinu eiga minna en 10% í húsnæði sínu skv. gögnum frá Seðlabanka Íslands.
  • Fasteignaskrá Íslands (FMR) áætlar að fasteignamat lækki um 9% á næsta ári – þetta þýðir m.ö.o. að þessi hópur verður því væntanlega kominn í neikvætt eigið fé í upphafi næsta árs.

 

Sjá umfjöllun í heild: