Fjör- eða dauðakippur á fasteignamarkaði?

Fjör- eða dauðakippur á fasteignamarkaði?

Full snemmt er að okkar mati að kalla botninn á fasteignamarkaði þrátt fyrir að nýbirtar tölur FMR gefi til kynna 0,4% hækkun fasteignaverðs í september frá fyrri mánuði. Enda er kaupmáttur heimilanna í lágmarki, atvinnuleysi er hátt, lánsfé til fasteignakaupa af skornum skammti og skuldsetning margra heimila þung.

Eðlilegri verðmyndun í farvatninu?
Á sama tíma og fasteignaverð hefur lækkað hefur veltað aftur tekið að þokast upp á við og svipar nú til þess er hún var haustið 2008. Veltan er enn talsvert lægri en hún var hér fyrir þremur árum. Aukin velta er vitaskuld merki um heilbrigði fyrir markaðinn en þarf síður svo að leiða til mældrar verðhækkunar þar sem kaupsamningar ná nú til fleiri eigna á dreifðara svæði.– enda töluvert á reiki hvert „raunverulegt“ verðmæti eigna er í sumum stöðum og hverfum á landinu.

Fasteignamarkaðurinn mun eiga erfitt uppdráttar
Veikur efnahagsbati er framundan sem mun endurspeglast í lítilli eftirspurn á fasteignamarkaði sem og öðrum eignamörkuðum. Að okkar mati verður því hægur viðsnúningur á fasteignamarkaði. Sú óvissa er snýr að áhrifum gjaldþrotafrumvarpsins er þó töluverð – sem gæti keyrt markaðinn í frekari niðursveiflu.

Sjá umfjöllun í heild: