Talsverð verðbólga í október

Talsverð verðbólga í október

Verðlag í október hækkaði um 0,76% frá fyrri mánuði sem er almennt meira en helstu spár gerðu ráð fyrir. Spá Greiningardeildar Arion banka gerði ráð fyrir 0,5% hækkun en frávik frá okkar spá má einkum rekja til hækkunar á húsnæði og flugfargjöldum. Áhrif vegna verðhækkunar á hita hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) komu fram í mánuðinum og var niðurstaða í takti við væntingar (+0,27%). Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,3% samanborið við 3,7% í september. Eins og sjá má í bráðabirgðaspá hér að neðan gerum við ráð fyrir að verðbólga í nóvember verði 0,3% og 0,15% í desember.

Sökudólgar verðbólgunnar í október:

  • Gjaldskrárhækkun hjá OR.
  • Matur hækkar. 
  • Húsnæðisverðið á uppleið?
  • Flugfargjöld hækka.

Bráðabirgðaspá: +0,45% verðbólga út árið

Greiningardeild gerir ráð fyrir að verðlag hækki um 0,45% til viðbótará þessu ári. Gerum við ráð fyrir að verðbólgan í næsta mánuði verði 0,3% og 0,15% í desember. Gangi spá okkar eftir verður 12 mánaða verðbólga í árslok 2,5%. Fyrst og fremst snúa óvissuþættir í spánni að verðþróun matvöru hér innanlands, eldsneytis og húsnæðisliðar.

Sjá umfjöllun í heild: