Hagspá Seðlabankans: Veikari efnahagsbati framundan

Hagspá Seðlabankans: Veikari efnahagsbati framundan

Eins og við var að búast lækkaði Seðlabankinn bæði spá sína um hagvöxt og verðbólgu frá síðustu Peningamálum í ágúst. Nú gerir Seðlabankinn ráð fyrir samdrætti á þessu ári uppá 2,6% (var 1,9%) og eins verður hagvöxtur á næsta ári minni sem má m.a. rekja til frekari tafa í stóriðjufjárfestingu.
Hvað varðar næstu ár þá teljum við Seðlabankann enn nokkuð bjartsýnan, bæði hvað varðar einkaneyslu og fjárfestingu eins og nánar er fjallað um hér að neðan.

Bjartsýn einkaneysluspá?
Seðlabankinn gerir ráð fyrir að neysluvöxturinn verði 3,6% strax á næsta ári, sem er nokkuð kröftugur viðsnúningur miðað við að gert er ráð fyrir að kaupmáttur standi í stað og atvinnuleysi verði áfram hátt. Í sögulegu ljósi er þessi viðsnúningur þó ekki mikill, enda hefur reynslan sýnt okkur að einkaneysla taki almennt kröftuglega við sér að loknu samdráttarskeiði. Þó á Greiningardeild bágt með að trúa því að forsenda hagvaxtar á næsta ári verði drifin af einkaneyslu.

Fjárfestingar í lágmarki – áframhaldandi tafir vegna stóriðjunnar
Fjárfestingahorfur á þessu ári hafa lítið breyst frá því í ágústspá Seðlabankans og er gert ráð fyrir að samdrátturinn verði 3,7% á árinu 2010, en til samanburðar mældist 15% samdráttur á fyrri árshelmingi ársins.

Sjá umfjöllun í heild: